Upplýsingaöryggi - InfoSec

Fréttir fyrir grunnskóla

Hér verður hægt að nálgast nýjustu fréttir af framgangi persónuverndarvinnu fyrir grunnskóla.

Persónuvernd fellst á innsend skjöl

Borist hefur bréf frá Persónuvernd, þar sem stofnunin lýsir því yfir að máli nr. 2015/1203 hafi verið lokað. Það þýðir að stofnuninni hafi borist fullnægjandi svör frá þeim fimm grunnskólum sem lentu í úttekt stofnunarinnar árið 2015. Skjöl, sem send voru Persónuvernd í október 2018 og voru hluti af ráðgjöf Marinós G. Njálssonar fyrir grunnskólana, hafa því verið uppfærð á síðu verkefnisins. Eru skólarnir hvattir til að nálgast nýjar útgáfur skjalanna þar.

Read More
Marino G Njalsson
Tölfræði úr áhættumatsskýrslum og samanteknar ályktanir

Þegar þetta er skrifað, hef ég farið yfir sjálfsmatsskjöl 142 grunnskóla.  Dreifing á svörum skólanna er mikil, allt frá hve margir upplýsingaflokkar voru skoðaðir, fjölda hlutverka og upp í líkurnar á atvikum.

Þessir 142 grunnskólar mátu samtals 5712 upplýsingaflokka og á bilinu 5 til 17 hlutverk fyrir hvern flokk.  Þetta gerir að meðaltali 40 flokkar á hvern skóla eða að meðaltali rúmlega 10 á hvern af þáttunum fjórum, þ.e. tiltækileika, trúnaður notenda, trúnaðarbresti óviðkomandi og réttleika.

Read More
Marino G Njalsson
Smávegis um vinnuna

Sendir hafa verið tölvupóstar til vel flestra skóla með áhættumatsskýrslu og skjal sem inniheldur viðauka með verklagsreglum nr. 9.2.  Skýrslur fyrir nokkra skóla eru enn í vinnslu, en þeim verið sendur tengill á gögnin hér.

Þegar hafa komið fram ábendingar um mistök og hef ég brugðist við þeim strax.  Oftast er um það að ræða, að ég hef ruglast á vinnueintaki og lokaeintaki skýrslunnar, en einnig hefur rangt nafn slæðst inn.  Ástæðan fyrir "copy-paste" villum er að hver skýrsla er byggð á grunni annarrar.  Helgast það af því, að algengt er að skólar hafa haft samvinnu um áhættumatið eða sama áhættumatið verið grunnurinn að mati hjá nokkrum skólum. 

Read More
Marino G Njalsson