Upplýsingaöryggi - InfoSec

Fréttir fyrir grunnskóla

Hér verður hægt að nálgast nýjustu fréttir af framgangi persónuverndarvinnu fyrir grunnskóla.

Smávegis um vinnuna

 

Sendir hafa verið tölvupóstar til vel flestra skóla með áhættumatsskýrslu og skjal sem inniheldur viðauka með verklagsreglum nr. 9.2.  Skýrslur fyrir nokkra skóla eru enn í vinnslu, en þeim verið sendur tengill á gögnin hér.

Þegar hafa komið fram ábendingar um mistök og hef ég brugðist við þeim strax.  Oftast er um það að ræða, að ég hef ruglast á vinnueintaki og lokaeintaki skýrslunnar, en einnig hefur rangt nafn slæðst inn.  Ástæðan fyrir "copy-paste" villum er að hver skýrsla er byggð á grunni annarrar.  Helgast það af því, að algengt er að skólar hafa haft samvinnu um áhættumatið eða sama áhættumatið verið grunnurinn að mati hjá nokkrum skólum.  Í annan stað, þá bjó ég til tvo grunna, þ.e. annars vegar fyrir skóla með 10-14 upplýsingaflokka og hins vegar fyrir skóla með allt að 9 upplýsingaflokka.  Hver skýrsla er samt sér unnin fyrir hvern skóla, en á lokametrunum þá samræmdi ég ábendingar á eftir töflum til að tryggja að sama niðurstaða gæfi ekki af sér margs konar ráðgjöf, eftir því hvenær ég vann skýrsluna.

Ég hef lært það af þessu verki, að maður lofar ekki hátt í 150 áhættumatsskýrslum á svona stuttum tíma.

Annað sem ég hef lært, er að ég hefði átt að setja þessa síðu í loftið strax í janúar.  Að geta verið í beinum samskiptum við skólafólk, hefði breytt miklu fyrir báða aðila.  Nú munu hins vegar leikskólarnir njóta þess lærdóms sem ég hef dregið af vinnunni fyrir grunnskólana.

Marino G Njalsson